top of page
AÐ MIÐLA MÁLUM
Born a Crime
Útskýring á verkefninu
Þessi ugla er hluti af annarri uglu sem heitir Race Is a Human Invention en þeirri uglu var skipt í þrjú mismunandi verkefni hjá kennurunum. Fiona kenndi þennan hluta af uglunni sem fór fram á ensku. Verkefnin voru að lesa/hlusta á bókina og skrifa svo hvað okkur fannst um hvern kafla í lestrardagbók. Þegar bókin var búin tókum við munnlegt próf. Í þessu prófi drógum við miða og á honum stóð hvað það var sem við áttum að tala um.
Hvað lærði ég af þessu verkefni?
Ég lærði ekki mikið í ensku í þessari uglu en það þýðir samt ekki að ég lærði ekki neitt nýtt. Það sem ég lærði í þessari uglu er hvað apartheid er og hversu slæmt það var að búa í Afríku sem svört eða blönduð manneskja. Apartheid var kerfi í Afríku milli 1948 til 1994 sem þýddi að svartar manneskjur höfðu ekki sömu réttindi og hvíta fólkið og mátti meira að segja ekki einu sinni búa í sama hverfi og hvíta fólkið.
Af hverju valdi ég þetta verkefni?
Ástæðan fyrir því að ég valdi þessa uglu er að mér fannst hún áhugaverð og fræðandi. Það var engin heimavinna og svo var bókin fyndin sem gerði það skemmtilegt að hlusta á hana. Bókin er skrifuð af Trevor Noah sem er þekktur grínisti svo það ætti ekki að koma að óvart að flutningurinn og sögurnar í bókinni eru skemmtilegar.
bottom of page