top of page
GettyImages-761606093.webp

Kalda stríðið

Útskýring á verkefninu

Kalda stríðs uglan var fyrsta uglan á þessu skólaári. Það voru sex tímaverkefni þar sem við lærðum um kalda stríðið og afleiðingar þess. Eftir þessi sex tímaverkefni skiptum við okkur í þriggja til fjögurra manna hópa og gerðum svo upplýsingavegg á síðu sem heitir Padlet. Við fengum lista yfir hluti sem við gátum skrifað um, sumir á íslensku og aðrir á ensku. Svo í lokin gerðum við stutt podcast í sömu hópum og í upplýsingaveggnum. 

Hvað lærði ég af þessu verkefni?

Fyrir þetta verkefni hafði ég aldrei notað Padlet svo ég var að læra inn á það meðan ég var að vinna verkefnið en þegar verkefnið var búið var ég orðinn snillingur á  Padlet.
Ég vissi mjög lítið um kalda stríðið fyrir þessa uglu en eftir ugluna var ég búinn að læra svo mikið um það, t.d. lærði ég að kalda stríðið væri ástæðan fyrir geimkapphlaupinu.
frame.png
Why-Cold-War-is-Not-Such-a-Bad-Idea-Featured.webp

Af hverju valdi ég þetta verkefni?

Eins og ég sagði áðan vissi ég mjög lítið um kalda stríðið fyrir þessa uglu en eftir að læra um það í tímaverkefnunum get ég sagt að kalda stríðið sé einn af mínum uppáhalds atburðum í mannkynssögunni. Ástæðan fyrir því að mér finnst það svona merkilegt er að kalda stríðið er ástæðan fyrir því að svo margir sögulegir atburðir gerðust, til dæmis fall Sovétríkjanna, fall Berlínarmúrsins og svo er kalda stríðið líka ástæðan fyrir því að geimkapphlaupið fór fram og það endaði í að manneskjur fóru til tunglsins.
Screenshot 2023-05-16 9.09.16 AM.png
bottom of page