top of page
AÐ MIÐLA MÁLUM
Útskýring á verkefninu
Fame
Þessi ugla eins og síðustu tvær er hluti af annarri uglu. Í þetta skipti heitir uglan Bland í poka. Í Fame átti maður að velja sér eina fræga manneskju og skrifa kynningu um þá manneskju sem þú valdir. Það helsta sem átti að koma fram var æska, hneykslismál, fjölskylda og hvað manneskjan starfar við. Svo átti að kynna verkefnið fyrir restina af bekknum.
Hvað lærði ég af þessu verkefni?
Það sem ég lærði í þessari ulgu var hvernig á að nota Canva. Fyrir þetta verkefni hafði ég notað Canva en það var bara í hópverkefnum þar sem ég náði ekki að læra almennilega á það. Í þessu verkefni lærði ég allskonar nýjar stillingar og leiðir til að skreyta glærurnar. Manneskjan sem ég valdi að skrifa um var Steindi Jr. svo ég lærði auðvitað helling um hann þegar ég var að vinna þetta verkefni.
Af hverju valdi ég þetta verkefni?
Ég valdi þetta verkefni af því að þetta er það verkefni sem ég er stoltastur af í uglu og svo var þetta líka eitt skemmtilegasta verkefni skólaársins. Það sem mér fannst skemmtilegt við verkefnið var að læra meira um Steinda sem er einn af mínum uppáhalds frægu Íslendingum. Svo verð ég auðvitað að nefna að þetta verkefni sýndi mér hversu sniðugt það er að nota Canva sem hefur verið mitt uppáhalds forrit til að nota í skólaverkefni síðan ég gerði þetta verkefnið með því.
bottom of page