top of page
h_a1_4597_2_western-screech-owl_ken_shults_kk_adult.webp

Um mig

Ég heiti Benedikt Þórðarson og er yfirleitt kallaður Benni. Ég er fæddur í Reykjavík og er uppalin hér. Mamma mín er stærðfræðikennari í Víkurskóla og pabbi vinnur hjá BL sem sölumaður. Ég er yngstur þriggja bræðra en bræður mínir eru 8 og 12 árum eldri en ég. Þegar ég var 6 ára fékk fjölskyldan hund sem heitir Salka. 
Ég hef verið í Víkurskóla síðan í 1.bekk, en þá hét hann Kelduskóli Vík.  Mér finnst gaman að vera í unglingaskóla og hef ég þroskast mikið og liðið vel hér. Ég hef kynnst fleirum og þroskast sem nemandi. Ég hef þjálfast í að taka ábyrgð á eigin námi, vinna með öðrum og að kynna verkefnin mín fyrir samnemendum, kennurum og núna ykkur foreldrum. Hér eru margir kennarar sem hafa veitt mér innblástur og hjálpað mér að þroskast og dafna. Þar má helst nefna Fionu og Lísbet, aka mömmu stæ. Ég nefni þessa tvo kennara því mér finnst Fiona hjálpsöm og það er auðvelt að tala við hana. Mamma útskýrir stærðfræðina vel og hefur hjálpað mér í gegnum stærðfræðina í grunnskóla.
Mér hefur liðið vel hér í þrjú ár og  og mun sakna margs, t.d. Tedda og fá alltaf góðan hádegismat og svo Bjarna íþróttakennara.
bottom of page